Valdís Ösp Ívarsdóttir

 

Valdís Ösp Ívarsdóttir lauk Mastersgráðu í Fíknifræðum frá Hazelden Graduate school of addiction í Minnesota árið 2003. Í lokaritgerð sinni fjallaði Valdís um konur sem eru að stríða við fíknisjúkdóma og eru jafnframt að takast á við afleiðingar af kynferðisofbeldi.  Ásamt bóklegu námi í Fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden meðferðarstofnuninni. Valdís og eiginmaður hennar Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur, lærðu ráðgjöf í hjónarækt hjá William A . Smith og Anita Smith á Luther Seminar í St.Paul, Minnesota. Valdís er einnig með BA próf í Guðfræði og kynjafræðum frá Háskóla Íslands og einnig tók hún þar eitt ár í táknmálsfræði.

Valdís hefur starfað sem sjálfstætt starfandi Fíknifræðingur frá 2003. Frá þeim tíma hefur hún einnig starfað sem ráðgjafi hjá félagi heyrnarlausra. Hún er stofnandi Meðferðarstofunnar Shalom sem opnaði í maí 2010. Valdís hefur einnig starfað töluvert inn á sjúkrastofnunum í tengslum við sjúkraliðanám sitt.
Valdís bíður upp á einstaklingsmeðferð, hópmeðferð, námskeið og fyrirlestra.

 

 

Kolbrún Indriðadóttir

 Kolbrún lauk Mastersgráðu í Fíknifræðum frá Hazelden Graduate school of addiction í Minnesota árið 2008. Í lokaverkefni sínu lagði hún áherslu á að skoða tengsl fíknar og afleiðinga ofbeldis.  Ásamt bóklegu námi í Fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden meðferðarstofnuninni.  Kolbrún er einnig með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Hún er einnig með diploma í mannspeki og myndlist frá Emerson College.

Kolbrún hefur starfað sjálfstætt sem þerapisti í Reykjavík frá því 2008. Hún tók þátt í stofnun meðferðarstofunnar Shalom og hefur starfað þar síðan stofan opnaði í maí 2010. Kolbrún bíður upp á einstaklingsmeðferð, hópmeðferð, námskeið og fyrirlestra.

 

 


Berglind Ólafsdóttir
Berglind lauk Mastersgráðu í fjölskyldu og hjónabandsþerapíu frá Saint Mary’s University of Minnesota sumarið 2014. Í lokaritgerð sinni fjallaði Berglind um hvernig hinir ýmsu geðsjúkdómar foreldra hafa áhrif á börn og unglinga. Meðfram námi í fjölskyldufræðum var Berglind lærlingur á unglingageðdeild Minneapolis Fairview Hospital. Þar öðlaðist hún þjálfun í að vinna með unglingum sem voru að fást við geð –og fíkniraskanir af ýmsum toga. Eftir nám starfaði Berglind hjá Options Family & Behavior Services sem mental health practitioner. Þar vann hún með unglingum frá 12-18 ára með geðsjúkdóma og fíkniraskanir ásamt því að vinna með fjölskyldur þeirra.

 

Berglind hefur sérhæft sig í aðferðarfræðum Gottman Institute, nánar tiltekið “The Seven Principles for Making Marriage Work.” Aðferðin byggir á vísindalegum aðferðum sem hjálpa hjónum að snúa við neikvæðu samskiptarmynstri og temja sér uppbyggilegar samskiptaleiðir sem styrkja hjónabandið og hjálpa hjónum að verða samstilltari. Berglind stundaði einnig nám í fíknifræðum í Metropolitan State University frá 2011 til 2012. Hún er með B.Ed frá Háskóla Íslands og starfaði sem kennari hjá Hjallastefnunni frá 2006 til 2011.


Berglind bíður upp á einstaklingsmeðferð, hópmeðferð, hjónameðferð og námskeið í “The Seven Principles for Making Marriage Work.”

Hægt er að fá nánari upplýsingar og panta tíma í gegnum tölvupóstfang Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 Inga Valdís Heimisdóttir

 

Inga Valdís Lærði Aqualead master árið 2012. Aqualead er vatnsheilunarorka sem hægt er að nota til þess að meðhöndla fólk, dýr, jarðveg og rakastig í húsum. Hún lærði dáleiðslu árið 2013, og útskrifaðist í byrjun árs 2014 frá Barral Institute, þar sem hún lærði Visceral Manipulation I og II þar sem unnið er með innri líffæri. Hún hefur starfað við heilun frá árinu 2010. Heilun er gjöf sem Inga Valdís er fædd með og hefur hún notað hana til að hjálpa fólki að losa um orkustíflur í líkamanum og til þess að vinna úr áföllum.

Inga Valdís er einnig með diploma í Energysystem and balancing (orkukerfi og jafnvægi) og diploma í Cranio Sacral Therapy for pediatrics sem er Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð sérstaklega ætluð til að meðhöndla börn 0 til 12 ára.

Í byrjun árs 2013 hóf Inga Valdís nám í Cranio Sacral Therapy eða Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð hjá Upledger Institute og hefur lokið þrem af fimm áföngum. Cranio Sacral Therapy I og II og Somato Emotional Release I.  Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hefur m.a. reynst árangursrík í meðhöndlun á mígreni, krónískum háls- og bakverkjum, heila- og mænusköðum, örðugleikum í stjórnun hreyfinga, streitu- og streitutengdum vandamálum, kjálka- og bitvandamálum, hryggskekkju, síþreytu, taugavandamálum, námsörðugleikum, ofvirkni, vefjagigt, áfallaröskun, vandamálum í ónæmiskerfinu, vefjavandamálum eftir skurðaðgerðir, og vanlíðan ungbarna

Inga Valdís hefur ávallt starfað sjálfstætt og rak sínu stofu um tíma áður en hún hóf störf inn á Shalom í júlí 2014.

Inga Valdís býður uppá Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð, Innri líffæra vinnu, heilun, hugleiðslu og slökunar kvöld

hægt er að panta tíma í síma 695-4847 eða í senda póst á netfangið: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.