Hebreska orðið Shalom merkir friður milli fólks, að manneskjan sé í sátt við sjálfa sig og umhverfi sitt. Meðferðarstöðin Shalom starfar eftir þeirri sýn að líta svo á að í hverri manneskju sé tækifæri til vaxtar og uppbyggingar. Að saga hverrar manneskju sé ólík, sem og lífsgildi og það þurfi að virða hvert og eitt okkar á þeirri leið sem við göngum. Shalom nálgast því meðferð hvers og eins heildrænt, þar sem manneskjan er ein heild.

Shalom hefur þá lífssýn að það sem er brotið geti orðið aftur heilt, að hvert og eitt okkar geti fundið lífsveg sem leiði til uppbyggingar. Unnið er bæði með einstaklinga og fjölskyldur. Megin verkefnin eru:

 

Fíknir og meðvirkni

Kvíði og þunglyndi

Ofbeldi og afleiðingar þess

Fjölskyldutengsl

Sambúð og paralíf

Áföll og sorgir

 

Hjá Shalom starfa tveir fíknifræðingar, Sálmeðferðarfræðingu, Fjölskylduráðgjafi, Félagsráðgjafi og Sjúkrahúsprestur. Meðferð er aðallega veitt í gegnum einstaklingsviðtöl. Einnig er boðið upp á námskeið, fyrirlestra og hópameðferð tengdum ofangreindum verkefnum. Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum netsíðu Shalom, eða hringja í síma 571 9090