Í vetur mun Jógakennarinn Freyja Kjartansdóttir bjóða upp á Jógatíma alla miðvikudaga kl 17.30. Tímarnir eru opnir öllum skjólstæðingum Shalom og verður fyrsti jógatíminn miðvikudaginn 14.september.

Freyja hefur stundað jóga frá árinu 1997 og lauk kennararéttindum í október 2010 frá Yoga Vidya Gurukul Nashik Maharashtra á Indlandi. Freyja kennir hefðbundið jóga, Yoga Pravesh sem byggt er á Hatha- og Asthanga jóga. Ekki er nauðsynlegt að hafa stundað jóga áður til þess að sækja tímana. Hver fer á sínum hraða.  Markmiðið er að vinna gegn líkamlegri og andlegri streitu og auka meðvitund um öndun og tilfinningalega líðan.

Hægt er að koma í stakann tíma fyrir kr. 1000 eða kaupa sér mánaðarkort á afslætti.

Verið velkomin í Jóga