Kolbrún Indriðadóttir

Kolbrún útskrifaðist með meistarapróf í fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School í Minnesota árið 2008. Í náminu var lögð áhersla á að greina meðfylgjanda vanda m.a áfallastreitu, kvíða, þunglyndi sem og aðra fíknihegðun.

Kolbrún hefur starfað sem Fíknifræðingur á Shalom meðferðarstofu og tók þátt í stofnun hennar árið 2010. Hún hefur leitast við að auka við sig þekkingu á sviði fíknivanda, og geðheilbrigðis með áframhaldandi menntun m.a í Sálgæslu og áfallafræðum í Endurmenntun Háskóla Íslands ásamt því að sækja námskeið og vinnustofur í áfallamiðaðri fíknimeðferð.

Kolbrún er með BA gráðu í Mannfræði frá Háskóla Íslands. Hún stundar nú mastersnám í Listmeðferð (Transpersonal Art in Therapy) við Tobias School of art á Englandi.

Kolbrún býður upp á einstaklingsviðtöl, námskeið, fyrirlestra og listþerapiu meðferð bæði fyrir einstaklinga og hópa . Hægt er að panta tíma með því að senda póst á netfangið [email protected].

Hafa samband við Kolbrúnu