Lilja Steingríms

Lilja

Ég heiti Lilja Steingrímsdóttir og starfa á Shalom meðferðarstöðinni sem Bodynamic sálmeðferðarfræðingur. Meðferðin sem ég veiti er líkamsmiðuð  sálræn meðferð.

Ég lærði Bodynamic sálmeðferð í Danmörku í fjögur ár og áfallameðferð í eitt ár og er meðlimur í fagfélagi danskra Sálmeðferðarfræðinga MDF og í fagfélagi íslenskra Sálmeðferðarfræðinga, SALM.
Ég er í stöðugri í handleiðslu samhliða starfi og vinn að mínum eigin sálræna og faglega þroska með ýmsum aðferðum.

Ég býð þér uppá öruggt og þægilegt rými fyrir samtal og sállíkamlega vinnu, ég get hjálpað þér að takast á við sálræn vandamál af ýmsu tagi og afleiðingar áfalla. Vandamál þín og lífsreynsla er það sem meðferðin mótast eftir.

Hafa samband við Lilju