Vala Sólrún Gestsdóttir
Tónheilun er heilandi meðferð sem byggir á hljóðbylgjum sem streyma um líkamann og losa um spennu og uppsafnaðar stíflur sem myndast við áföll og annað mótlæti sem við verðum fyrir í lífinu. Tónheilun getur umbreytt lærðu hegðunarmunstri sem við sitjum uppi með, munstri sem ekki þjónar neinum tilgangi og getur aftrað heilbrigðu flæði á leið okkar í lífinu. Tónarnir finna leið að kjarna okkar sem hefur að geyma allar upplýsingar um það hvernig við vorum sköpuð, fullkomin og heil og hjálpar okkur að muna hver við raunverulega erum.
Vala vinnur með Tónkvíslir en hvert tónkvísl á sinn tón eða tíðni sem hefur sinn einstaka heilunarmátt. Tónkvíslirnar eru virkjaðar og settar á líkamann, á punkta sem veita gott flæði og aðgengi að orkukerfum líkamans. Auk tónkvísla spilar Vala m.a. á kristalsskálar, Tíbetskálar og gong.
Ávinningur: Orkukerfi líkamans opnast og styrkjast, losun á spennu og kvíða, úrvinnsla tilfinninga, úrvinnsla áfalla, jarðtenging, alheimstenging, tenging við sjálfið, heilun.
Meðferðin er eingöngu einstaklingsmeðferð, fer fram á nuddbekk og tekur eina klukkustund.
Vala Sólrún Gestsdóttir lærði Tónheilun og hjá Acutonics í Englandi.
Vala hefur lokið grunnnámi í svæðanuddi sem og höfuð- og andlitsnuddi hjá Heilsusetri Þórgunnu og áfanga 1 í Heilun hjá Stefaníu S. Ólafsdóttur. Grunnur Völu liggur í tónlist en hún lauk BA prófi í Tónsmíðum og Meistaragráðu, m.mus, í Sköpun, Miðlun og Frumkvöðlastarfi við Tónlistardeild LHÍ. Vala lærði hljóðfræði og hljóðupptökur við SAE Institute í London.