Valdís Ösp Ívarsdóttir
Valdís Ösp Ívarsdóttir útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BA próf í Guðfræði og aukagreinar í táknmálsfræði og kynjafræði. Árið 2003 útskrifaðist hún frá Hazelden Graduate school of Addiction með MA í Fíknifræðum með áherslu á afleiðingar ofbeldis og áfalla.
Að loknu námi starfaði hún inná Teigum meðferðargöngudeild Landspítala.
Árið 2010 stofnaði hún Shalom sem er heildræn meðferðarstofa þar sem horft er á fíknivanda og afleiðingar þeirra útfrá bæði líkamlegu og sálrænu sjónarhorni.
Valdís býður upp á einstaklings og fjölskylduviðtöl, fyrirlestra og námskeið.